Afhverju býð ég mig fram?
Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forystu eru málefni ungs fólks og barnafjölskyldna í Kópavogi.
Það þarf að lækka leikskólagjöldin.
Forgangsraða meira fjármagni í grunnskólana.
Bærinn á að stuðla að því að byggðar verði íbúðir fyrir ungt fólk á viðráðanlegu verði, ungt fólk á ekki að þurfa að flytja úr bænum til þess að komast í eigið húsnæði.
Ég trúi því að stjórnsýsla eigi að leysa vandamál án þess að skapa ný. Ég vil leggja mitt af mörkum til að stuðla að frjálsu samfélagi, jafnrétti, og framsýni. Barnafjölskyldur í Kópavogi eiga betra skilið.
Ég er tilbúin til þess að leiða Viðreisn í Kópavogi á næstkomandi kjörtímabili.
Viltu leggja mér lið? Ef þú býrð í Kópavogi og ert ekki nú þegar félagi í Viðreisn getur þú skráð þig fyrir 4. febrúar og kosið í prófkjörinu þann 7. febrúar.
skráðu þig hér: vidreisn.is/vertu-med